Kálfasnitsel með Dijonsósu

Þetta er franskur hversdagsréttur þar sem þunnar kálfasneiðar eru steiktar og síðan búin til einföld sinnepssósa. Það er líka hægt að nota grísasnitsel.

  • 4 þunnar kálfasneiðar
  • 1 dós sýrður rjómi (18%)
  • 3 msk Dijon-sinnep
  • 1 tsk óreganó
  • salvía
  • væn skvetta koníak/brandy/dökkt romm
  • salt og pipar

Kryddið kálfasneiðarnar með salti,pipar og salvíu. Steikið sneiðarnar 3-4 mínútur á hvorri hlið. Setjið á fat og haldið heitum í um 100 gráðu heitum ofni.

Hellið skvettu af koníaki á pönnuna og hreinsið upp skófarnar. Lækkið hitann og bætið sýrða rjómanum út á, þegar hann hefur bráðnað er sinnepinu hrært saman við og síðan óreganó.

Takið kálfasneiðarnar úr ofninum og setjið á pönnuna. Berið fram með ofnbökuðum eða pönnusteiktum kartöflum, kartöflumús eða tagliatelle. Ef þið berð fram með pasta er gott að velta því upp úr sósunni áður en rétturinn er borinn fram. Með þessu gott franskt rauðvín á borð við Cotes-du-Rhone, t.d. frá Ogier eða Perrin.

Deila.