Mars súkkulaðibitar

Þessir Mars súkkulaðibitar eru hreinasta sælgæti.

  • 4 Mars-stangir
  • 100 g smjör
  • 100 g Rice Krispies
  • 200 g suðusúkkulaði/mjólkursúkkulaði

Skerið Mars-stangirnar í bita. Setjið í pott og bræðið varlega saman við smjörið. Þetta þarf að gera hægt og rólega á vægum hita, ef blandan fer að krauma er hitinn orðinn of mikill og þá þarf að taka pottinn af hitanum. Þegar marsbitarnir og smjörið hafa bráðnað algjörlega saman er Rice Krispies bætt út í og hrært varlega saman við þar til að súkkulaðiðblandan þekur það alveg. Setjið í ferkantað mót. Við notum 6 tommu mót, þ.e. ca 15×15 sm. Ílát í nokkurn veginn þeirri stærð passar fyrir þetta uppskriftarmagn. Setjið mótið í ísskáp og geymið í 2-3 klukkustundir. Bræðið súkkulaðið og hellið yfir mótið. Dreifið vel úr því og sléttið. Setjið aftur inn í ísskáp í 1-2 klukkustundir. Losið kökuna úr mótuna með því að skera meðfram henni og berja síðan á botninn. Skerið í litla bita.

Skráðu þig á póstlistann okkar með því að smella hér og fáðu reglulegt fréttabréf með nýjustu vínunum, uppskriftunum og veitingahúsunum

Deila.