Sartori Valpolicella Ripasso 2009

Ripasso-vínin eru eitt af sérkennum Valpolicella-héraðsins. Við framleiðslu á Amarone-vínum eru þrúgurnar vindþurrkaðar áður en þær eru pressaðar og látnar gerjast. Hratið sem verður afgangs þegar safinn er skilinn frá við lok víngerjunarinnar er notað á ný og látið gerjast með hefðbundnu Valpolicella-víni til að ljá því aukna dýpt.

Þetta er ávaxtaríkt og þægilegt Ripasso með miklum og ágengum sætum kirsuberjaávexti sem blandast saman við krydd og lakkrís. Mjúkt, þægilegt með ágætri fyllingu og sætum ávexti í lokin.

2.198 krónur. Góð kaup.

Deila.