Crostini er ítalska heitið yfir litlar snittur þar sem baguette eða snittubrauð er sneitt niður, grillað. Á snitturnar er síðan sett eitthvað góðgæti. Hér eru tvær klassískar ítalskar útgáfur.
Best er að nota stóra bagettu og skera niður í mátulegar sneiðar, 1-2 sm. Setjið sneiðarnar á bökunarplötu og grillið í ofni þar til að þær eru orðnar stökkar. Nuddið sneiðarnar með hvítlauksgeira og hellið dreytil af góðri ólífuolíu yfir. Næst örlítið mulið maldonsalt og nýmulinn pipar.
Crostini Caprese
Þessi útgáfa er tilbrigði við eitt þekktasta salat Miðjarðarhafsins, blöndu af þroskuðum tómötum, ferskum mozzarella og basil, það sem á ítölsku heitir Caprese.
Skerið niður plómutómata og ferska mozzarellakúlu í þunnar sneiðar. Raðið á snitturnar ásamt smá söxuðu basil.
Crostini með geitaosti og grilluðum paprikum
Undirbúið sneiðarnar með sama hætti og að ofan. Þegar búið að er að nudda þær með hvítlauk, setja á ólífuolíu, salt og pipar er sneiðar af grillaðri papriku (t.d. Sacla eða Ítalía) setta ofan á ásamt þunnum sneiðum af mjúkum geitaosti.