Vínlisti „Íslenska“ veitingastaðarins Texture í London hefur verið valinn besti vínlisti Bretlands eða „UK’s Best Wine List“ af National Restaurant Awards 2012.
Árlega velur 150 manna akademía National Restaurant Awards í Bretlandi bestu veitingastaði landsins en í akademíunni eiga sæti matreiðslumenn, veitingamenn og matargagnrýnendur.
Texture lenti í 33. sæti sem besti veitingastaður Bretlands á heildina litið.
Texture er í eigu Agnars Sverrissonar matreiðslumeistara og vínþjónsins Xavier Rousset. Staðurinn var opnaður árið 2007 og hlaut Michelin-stjörnu árið 2010.
Vínótekið heimsótti Texture á sínum tíma og ræddi við Agnar og má lesa greinina hér.