Brownies

Brownies er amerísk útgáfa af því sem að við myndum kalla skúffukaka. Við höfum áður verið með  Syndsamlegar Brownies með hvítu súkkulaði en hér komin uppskrift að sannkallaðri, dökkri súkkulaðibombu.

  • 220 gr. ósaltað smjör
  • 220 gr. dökkt súkkulaði (56%)
  • 170  gr. súkkulaðidropar (56%)
  • 3 stór egg
  • 1 msk. vanilludropar
  • 225 gr. sykur
  • 100 gr. hveiti
  • 1 1/2 tsk. lyftiduft
  • 1/2 tsk. salt

Hitið ofninn í 180 C. Smyrjið  ca. 23×33 cm form.

Bræðið smjör, súkkulaði og helminginn af súkkulaðidropunum í vatnsbaði. Leyfið að kólna aðeins. Hrærið eggjum, vanillu og sykri saman. Bætið súkkulaðinu saman við, það á enn þá að vera vel volgt. Leyfið blöndunni að kólna.

Hrærið hveiti,lyftidufti og salti saman og bætið út í súkkulaðiblönduna. Hellið í formið.

Veltið  hinum helmingnum af súkkulaðidropunuum upp úr cirka 1 matskeið af hveitið og setjið ofan á deigið í forminu.

Bakið í 30 mín. Stingið þá í kökuna til að athuga hvort að hún sé tilbúin.

Leyfið að kólna vel áður en skorið er niður í bita.

Deila.