Bodegas LAN Crianza 2007

Það er mismunandi hvað vínhús leggja mikið í Crianza-vínin sín. Þetta Crianza frá Bodegas LAN í Rioja er fimm ára gamalt og því eldra en sum Reserva-vínin sem hér eru fáanleg. Og ekki nóg með það,  þetta vín gæti att kappi við sum Reserva-vín hvað gæði varðar.

Það hefur byrjandi og góðan þroska, rauð ber, þroskuð krisuber, rabarbarasulta, einnig dökkristað kaffi og krydd, mildur negull og vanilla. Mjúk og þægileg tannín, þétt, þroskað, mild sýra. Gott kjötvín.

2.098 krónur. Góð kaup.

Deila.