Vanillu Cointreaupolitan

Alex og Raúl á Sushi Samba hristu þennan Cointraupolitan saman fyrir okkur. Hér er það vanilla sem vinnur með ávöxtunum og allra besti árangurinn næst með því að leyfa öllu að „marinerast“ í smá tíma.

  • 5 cl Cointreau
  • 3 cl trönuberjasafi
  • 2 cl sítrónusafi
  • vanillustöng

 

Skafið kornin úr vanillustönginni. Blandið öllum hráefnum saman og látið liggja saman í smástund, helst 20 mínútur. Setjið í hristara ásamt klaka og hristið vel saman. Síið í kælt kokteilglas.

Deila.