Candy Cointreaupolitan

Kokteilar geta verið algjört nammi og hér er beinlínis algjört nammi með, appelsínulíkjör, sykurpúðasíróp og grillaðir sykurpúðar sem hægt er að njóta hvort sem er með drykknum eða þá narta í á eftir.

  • 5 cl Cointreau
  • 3 cl trönuberjasafi
  • 2 cl sítrónusafi
  • 1 cl Marshmallow-síróp

Setjið í hristara ásamt klaka og hristið vel saman. Síið í kokteilglas. Skreytið með grilluðum sykurpúðum sem eru settir á tein. e

Sykurpúðasíróp er gert þannig að sykurpúðar eru grillaðir eða brenndir með gasloga. Setjið á pönnu ásamt vatni og sykri til helminga, klípu af salti og sjóðið þar til að sykurpúðarnir hafa leyst sig alveg upp. Hálfur poki af sykurpúðum kallar á ca hálfan líter af vatni. Minnkið magn eftir þörfum.

Deila.