Indverskur lax með kóríander-raítu

Það er gaman að leika sér með indverskum kryddblöndum og þær eiga til dæmis mjög vel við lax. Þennan lax má bæði grilla og elda í ofni. Það þarf um 600 g laxaflak fyrir fjóra.

Kryddblanda

  • 1 dl rifinn engifer
  • 1 msk garam masala
  • 3 hvítlauksgeirar, pressaðir
  • 2 tsk kóríander
  • 2 tsk cummin
  • salt og pipar

Blandið öllu saman og smyrjið á laxinn. Setjið í álpappírsböggul og grillið eða eldið í ofni á háum hita í 10-12 mínútur eða þar til að laxinn er eldaður í gegn.

Berið fram með hrísgrjónum og kóríander-raítu.

 

Deila.