Sinnepssíld að hætti Satt

Síldin er mikilvægur hluti af veisluborðum aðventunnar og hana er hægt að útbúa á margvíslega vegu. Þessa uppskrift fengum við hjá Ægi Friðrikssyni, matreiðslumeistara á Satt á Icelandair Hótel Nature, en þar er lagt mikið upp úr síldinni á jólahlaðborðinu. 
  • 500 gr. kryddsíld (kryddlögurinn sigtaður frá)
  • 100 gr púðursykur
  • 50 gr Dijon sinnep
  • 50 gr grófkorna sinnep
  • 100 ml olía
  • 1 msk dill ferskt eða þurrkað
  • Sítrónusafi eftir smekk 
  • Salt eftir smekk

Aðferð:

Síldin er sigtuð og látið leka vel af henni. Sinnep og púðursykur blandað í skál og svo er olíuni pískað í mjórri bunu saman við. Sinneps sósuni er svo blandað við síldina ásamt dilli, smakkað til með sítrónusafa og salti.

Fleiri síldaruppskriftir má sjá með því að smella hér.
Deila.