Emilio Moro 2009

Eftir að hafa selt þrúgurnar sínar öðrum framleiðendum áratugum saman tók Moro-fjölskyldan þá ákvörðun árið 1988 að hefja eigin víngerð. Bodegas Emilio Moro er nú með leiðandi vínhúsum í Ribera del Duero.

Þetta er mikið og öflugt vín. Ávöxturinn dökkur, svartur, þroskuð sólber og bláber,  kryddað, eikin áberandi og alltumlykjandi, vanilla og púðursykur. Þykkt og feitt, ungt, kröftug en mjúk tannín. Umhellið og njótið með   góðri nautasteik.

3.399 krónur. Fær fimmtu stjörnuna fyrir frábært hlutfall verðs/gæða.

Deila.