Danski drottningarmaðurinn, Henrik prins, er af frönskum aðalsættum og mikill matmaður. Hann hefur m.a. gefið út matreiðslubók með uppáhaldsuppskriftunum sínum og gaf okkur hana fyrir mörgum árum. Það eru margar fínar, franskar uppskriftir í bókinni en einni dádýrauppskrift prinsins er hér snúið upp á íslenska hreindýrið. Best er að nota góðan lærvöðva.
Kryddlögur
- 1 laukur, saxaður
- 1 gulrót, söxuð
- 4 hvítlauksgeirar, fínsaxaðir
- 1 sellerístöngull, saxaður
- 1 dl ólífuolía
- 0,5 dl balsamikedik
- 5 timjanstönglar
- 2 rósmarínstönglar
- 4 lárviðarlauf
- 5 einiber, marin
- 15 svört piparkorn, marin
Saxið grænmetið. Blandið öllu saman. Látið kjötið liggja í kryddleginum í um eina klukkustund.Takið kjötið úr leginum og brúnið á pönnu. Setjið kjötið í eldfast mót og eldið við 180 gráður í ofni í um 20-30 mínútur, allt eftir þykkt vöðvans.
Setjið lögin í pott ásamt um 4 dl af kröftugu villibráðarsoði. Sjóðið niður um 2/3 og síið. Berið fram sem sósu.
Meðlæti
- rósakál
- kartöflur
- tómatar
- epli
Flysjið kartöflurnar, brúnið í smjöri á pönnu, setjið á fat og eldið í ofni.
Setjið tómatana í sjóðandi vatn í nokkrar sekúndur, takið upp úr og setjið í kalt vatn. Losið hýðið af þeim. Veltið um í ólífuolíu á pönnu. Grófsaxið.
Steikið rósakálið í smjöri á pönnu í 3-5 mínútur. Bætið 0,5 dl af kjötkrafti út á pönnuna og sjóðið kálið þar til það er fulleldað.
Flysjið eplin og kjarnhreinsið. Skerið í sneiðar og steikið í ólífuolíu.
Berið fram með góðu frönsku rauðvíni, Búrgundara eða Bordeaux. Fleiri villibráðaruppskriftir má skoða hér.