Smákökur með hindberjasultu

Þetta eru einfaldar og góðar smákökur sem eru tilvaldar í jólabaksturinn

  • 100 g smjör
  • 100 g flórsykur
  • 3-4 tsk vanillusykur
  • 1 egg
  • 2 msk maizenna sósujafnari
  • 170 g hveiti
  • 1/2 tsk lyftiduft
  • þykk hindberjasulta eða önnur sulta eftir smekk

Þeytið smjör og flórsykur þangað til ljóst og létt. Bætið egginu út  í og vanillusykrinum og hrærið þangað til það er kremað. Sigtið hveitið,sósujafnaranum og lyftiduft út í. Setjið deigið í ísskáp í að minnsta kosti 1 klst. Rúllið síðan deiginu út í „pylsu“ og skerið niður í cirka 20-25 hluta. Búið til kúlur og setjið á smjörpappír. Mótið holu i hverja kúlu og setjið sultu ofan í.
Bakið við160 C  í 20 mín.

Fleiri hugmyndir að jólasmákökum má svo sjá með því að smella hér.

Deila.