Trifli með eplum,perum og mascarpone

Þetta er léttur og öðruvísi eftirréttur með mikið af ávöxtum og ítalskri jólaköku eða Panetone. 

  • 1-2 kg blanda  af eplum og perum
  • 170 gr. sykur
  • 50 g smjör
  • 1,5 dl eplasafi
  • 500 gr.mascarpone
  • 250 gr  sýrður rjómi
  • 1-2 msk sítrónusafi
  • 1 vanillustöng, skafið kornin úr og notið
  • 400 gr Panettone. Einnig má nota annars konar jólaköku, t.d. Stollen

Skrælið eplin og perurnar, kjarnhreinstið og skerið i báta.

Bræðið 120 gr sykur á pönnu. Þegar karamellan er orðin ljósbrún er smjörinu og eplasafanum hrært út í. Látið malla og hrærið stöðugt í eða þar til karmelan er orðin fljótandi. Bætið við ávöxtunum og leyfið að malla áfram við lágan hita í 5 mín. Leyfið ávöxtunum að kólna á bökunarplötu.  Hrærið á meðan saman mascarpone,sítrónusafanum og afganginum af sykrinum (50 gr) og vanillukornunum.

Skerið kökuna í 1-2 cm stóra teninga. Setjið 1/3 af ávöxtunum og kökunni í botninn á skál.

Þekjið síðan með helminginn af mascarponekreminu. Setjið síðan aftur 1/3 af ávöxtunum og kökunni og síðan hinn helminginn af mascarponekreminu. Dreifið loks afganginn af ávöxtunum og kökunni yfir í lokin. Geymið í ísskáp þar til bera á fram.

Deila.