Saumaklúbbsofnréttur með pepperoni

Þessi réttur var í saumaklúbbi hjá mér um daginn og smakkaðist mjög vel og auðvitað varð ég að fá uppskriftina.

  • 1/2 samlokubrauð án skorpu
  • 1 pakkning pepperoní
  • svartar olífur (eftir smekk)
  • 8 ferskir sveppir
  • 1/2 krukka sólþurrkaðir tómatar
  • 1 ferna matreiðslurjómi
  • 1 Mexíkó-ostur
  • 1 poki gratínostur

Brauðið sett í botn á eldföstu móti. Pepperóni, ólífur, sveppir og sólþurrkaðir tómatar skorið smátt og  blandað saman. Síðan er því dreift yfir brauðið.

Sósan:  Skerið Mexíkó-ostinn i bita og setjið í pott ásamt matreiðslurjómanum. Hitið á vægum hita eða þar til osturinn er bráðnaður. Látið kólna.  Hellið síðan blöndunni yfir réttinn og dreifið gratínostinum yfir.

Bakist við  200 C í 20 mín.

Deila.