Sítrónukaka

Þessi sítrónukaka er bæði mjúk og góð. Hér er hún sett í páskalegan búning og gæti því hentað vel á morgunverhlaðborðið um páskana.

  • 200 grömm smjör
  • 2.5 dl sykur
  • 3 egg
  • 1 sítróna (bæði börkur og safinn)
  • 5,5 dl hveiti
  • 2 tsk lyftiduft
  • 2 tsk vanillusykur
  • 1.5 dl rjómi

Glasúr

  • 2,5 dl flórsykur
  • 2 msk sítrónusafi

Stillið ofninn á 175 gráður. Hrærið saman smjör og sykur. Bætið siðan eggjununum út í einu í einu og hrærið vel á milli. Þvoið sítrónuna og rífið börkinn utan af og kreistið safann úr sítrónunni. Bætið rifna sítrónuberkinum og safanum síðan út i deigið. Blandið að lokum þurrefnunum og rjómanum saman við á víxl. Bakið neðarlega í ofni í cirka 40-50 mínútur.  Búið til glasúrið á meðan.

Þegar kakan hefur kólnað alveg er hún pensluð með glasúrnum.

Deila.