Yellow Tail Merlot 2010

Það hafa fá vín ná jafn ótrúlegum árangri í sölu á heimsvísu undanfarin ár og áströlsku Yellow Tail-vínin.

Merlot-vínið 2010 frá Yellow Tail einkennist af sætum, dökkum ávexti, þroskuð kirsuber og plómur, örlítill reykur smá súkkulaði. Það er mjög mjúkt, þó nokkur sæta í ávextinum í munni án þess þó að verða yfirgengilega væmið. Einfalt vín með grilluðu kjöti og BBQ-sósu.

1.999 krónur.

Deila.