Eplapæ með vanillusósu

Það er hægt að gera eplabökur á margvíslegan hátt. Hér er bakan gerð þannig að bökuð er stökk og ljúffeng mylsna ofan á eplafyllingunni og bakan síðan borin fram með vanillusósu.

Mylsnan

  • 300 grömm hveiti
  • 175 grömm púðursykur
  • 200 grömm smjör (mjúkt og skorið í litla bita)

Fylling:

  • 3 epli
  • 50 grömm púðursykur
  • 1 msk hveiti
  • klípa af kanil

Setjið ofninn á 180 gráður. Blandið saman sykri og hveiti og blandið síðan smjörbitunum smátt og smáttsaman við með höndunum.   Flysjið eplin, kjarnhreinsið, skerið í litla bita og setjið í skál. Blandið púðursykur,, hveitinu og kanil  saman við og hrærið.  Setjið  eplafyllinguna í 24 cm ofnfast form og dreifið mylsnunni yfir. Bakið í 45-50 mínútur.

Berið fram með vanillusósu og rjóma.

Uppskriftin að vanillusósunni má finna með því að smella hér.

Fleiri eplakökur eru svo hér.

Deila.