Arndís Ósk bloggar: Kjúklingur með cumin, sveppum og chili

Þetta er nú súper auðvelt, alveg passleg máltíð í miðri viku og ágætt tvist á þessa bakka af kjúklingaleggjum sem maður kippir oft með sér:

  • 2 bakka kjúklingaleggir, ca. 10-12
  • olía til steikingar
  • salt og pipar
  • 1 matskeið cumin fræ, ristuð og kramin
  • 1/2 – 1 tsk. chiliflögur
  • 700 ml. vatn
  • 2 sveppateningar
  • 1 lúka af blönduðum sveppum – ég notaði frosna sveppi
  • steinselja

Hitið olíuna, saltið og piprið  kjúklingaleggina og léttbrúnið þá.  Ég þurfti að gera þetta í tveimur hollum.  Þegar allir leggir eru orðnir majorkabrúnir, þá setjið þá alla í pott með þykkum botni, bætið við cumin og chili og ristið aðeins með kjúklingnum.  Hellið svo vatni við og sveppateningum yfir og látið léttsjóða í 20 mínútum.  Bætið svo sveppum við og hitið vel undir í 5 mínútur í viðbótar.  Ég þykktir sósuna aðeins en það er ekki nauðsynlegt.  Saxið steinselju og stráið yfir.

Meðlæti var af skornum skammti í höfðinu á mér en ég sauð basmati hrísgrjón með lúku af grænum frosnum baunum, 2 grænum kardimommum, stjörnuanís og negulnagla. Tveir pottar í uppvask og ég kát!

Deila.