Spier Chardonnay 2012

Spier er nýjasta víðbótin af suður-afrískum vínum í vínbúðunum. Þetta er vínhús í nágrenni Stellenbosch með langa sögu (stofnað 1692) sem hefur gengið í endurnýjun lífdaga eftir eigendaskipti fyrir nokkrum árum.

Vínið er ljóst á lit, ferskt í stílnum og nútímalegt. Mild sítrusangan, þroskaðar kantalópumelónur, vanilla, rjómakennt. Þurrt, svolítið míneralískt, þægilegt. Gott matarvín.

2.612 krónur.

Deila.