Óreganó-kjúklingur „butterfly“

Það er eitthvað svo Miðjarðarhafslegt við óreganó og sítrónu en sú blanda á afskaplega vel við grillaðan kjúkling. Einhver besta leiðin til að grilla kjúkling er að skera hann í „butterfly“.

Kryddlögur

  • 2 sítrónur, safinn pressaður
  • 1 dl hvítvín
  • 1 dl ólívuolía
  • væn lúka af fersku, söxuðu óreganó
  • 2 msk ferskt timjan
  • 1 laukur
  • salt og pipar

Maukið saman í matvinnsluvél.

Skerið kjúklinginn í „butterfly“ samkvæmt þessum leiðbeiningum hér.

Setjið kjúklinginn eða kjúklingana (marineringin á alveg að duga fyrir tvo kjúklinga)  í fat og hellið marineringunni yfir. Látið hana þekja kjúklinginn á báðum hliðum. Setjið plastfilmu eða álpappír yfir fatið og látið kjúklinginn marinerast í ísskáp. Það er best að láta hann liggja í nokkrar klukkustundir (þess vegna yfir nótt) í marineringunni.

Hitið grillið. Takið kjúklinginn úr ísskápnum um hálftíma áður en á að grilla hann þannig að hann nái stofuhita.

Setjið á grillið með skinnhliðina niður. Grillið í 3-4  mínútur. Snúið við, slökkvið á hitanum eða lækkið verulega beint undir kjúklingnum og grillið hann áfram undir loki þar til hann er fulleldaður. 25-30 mínútur.

Deila.