Eco Emiliana Pinot Noir 2010

Bodegas Emiliana í Chile er einn helsti framleiðandi lífrænt ræktaðra vína í heiminum líkt og lesa má nánar um hér.

Eco Balance Pinot Noir er gert úr þrúgum ræktuðum í Casablanca-dalnum norður af Santiago þar sem kalt loftið frá Kyrrahafinu leggst yfir ekrurnar á nóttunni sem þokuslæða og myndar kjöraðstæður fyrir hvítvínsþrúgur og þrúgur sem þrífast best í „svalara“ loftslagi á borð við Pinot Noir.

Það sem einkennir vínið er massív angan af rifsberjum, ferskum og sultuðum, ber, ber, ber út í gegn ásamt mildum kryddjurtum, mjúkt í munni, mild tannín og sýra.Flott vín.

2.350. Sérpöntun.

Deila.