Saint Clair Omaka Reserve Chardonnay 2011

Nýsjálendingar eru fyrir löngu búnir að sanna að þeir eru ansi lunknir við víngerð, ekki síst þegar kemur að hvítvínum. Þessi Chardonnay frá Saint Clair er úr þrúgum af ekru sem heitir Omaka og var látið gerjast á amerískum eikartunnum, en þær gefa þykkara og feitara bragð en franska eikin.

Þetta er fókuserað og flott vín, mjög nýjaheimslegt, þroskaðir hitabeltisávextir, bananar, anananas, smjör og rjómi, töluverð vanilla. Eikin kemur vel fram í munni, þykkur ávöxtur og þétt sýra. Klassa vín.

3.599 krónur. Sérpöntun.

Deila.