Kjúklingapasta með rúsínum og furuhnetum

Galdurinn á bak við þennan rétt er soðið sem verður til þegar að krydduð kjúklingalærin eru elduð í ofni en öllum hráefnum er að lokum blandað saman í fatinu sem að þau voru elduð í.

  • 6 kjúklingalæri á beini
  • 500 g pasta, t.d. Tagliatelle eða Spaghetti
  • 3 msk fínsaxað ferskt rósmarín eða 1 væn msk þurrkað
  • 2 tsk reykt paprika
  • 2 dl furuhnetur
  • 2 dl ljósar rúsínur (sultanínur)
  • safi úr 1 sítrónu
  • lúka af fínt saxaðri steinselju (helst flatlaufa)
  • salt og pipar

Setjið kjúklinginn í ofnfast fat. Saltið vel og piprið. Kryddið með reyktu paprikunni og rósmarín. Hellið smá ólífuolíu yfir og veltið kjúklingabitunum upp úr kryddunum. Eldið við 200 gráður í um 30 mínútur.

Á meðan kjúklingurinn er að eldast þarf að bleyta upp í rúsínunum. Hitið vatn og látið rúsínurnar liggja í bleyti í um 20-30 mínútur. Síið vatnið frá.

Þurristið furuhneturnar á pönnu. Geymið.

Sjóðið pasta.

Þegar kjúklingalærin eru elduð eru þau tekin úr ofninum. Takið lærin úr fatinu og setjið á skurðbretti. Leyfið að kólna aðeins. Skerið þá allt kjötið af beinunum og saxið í bita. Setijð aftur í fatið ásamt ristuðu furuhnetunum og rúsínunum. Veltið vel upp úr vökvanum í fatinu. piprið vel og setjið aftur inn í ofninn í nokkrar mínútur.

Blandið sítrónusafanum saman við. Blandið pastanu saman við. Blandið saxaðri steinseljunni saman við. Bragðið til með salti og pipar ef þarf. Berið fram með rifnum parmesanosti.

Fleiri uppskrift að pasta má finna með því að smella hér.

Deila.