Mezzacorona Chardonnay 2012

Mezzacorona er stærsta og þekktasta vínhús Trentino nyrst á Ítalíu. Þetta er víngerðarhérað við rætur ítölsku Alpanna og loftslagið er töluvert svalara en í flestum öðrum vínhéruðum Ítalíu, sem sagt fínar aðstæður til að rækta fersk hvítvín.

Mezzacorona Chardonnay er ekki dæmigert Chardonnay, þetta er miklu frekar „ítalskt hvítvín“ en „þrúguvín“. Létt, ferskt með mildum sítrus, aðallega sítrónum, og melónum í nefi, engin greinanleg eik, ferskt í munni og sumarlegt. Reynið t.d. með ítölsku humarpasta.

1.699 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.