Rauðvíns- og teriyakimarinering fyrir kjúkling

Þessa rauðvíns- og teriyakiblöndu má nota jafnt sem marineringu eða sem gljá sem penslaður er á kjúklinginn á meðan hann er grillaður á teini eða  butterfly.

  • 2,5 dl rauðvín
  • 1 dl Teriyaki
  • 1 dl ólífuolía
  • 3 pressaðir hvítlauksgeirar

Setjið í pott og leyfið suðunni að koma upp. Lækkið þá hitann og látið malla á vægum hita í um 15 mínútur eða þar til að lögurinn fer að þykkna.

Sem marinering

Látið úrbeinaðar kjúklngabringur eða læri liggja í leginum í um klukkustund í ísskáp áður en kjúklingurinn er grillaður.

Sem gljái

Saltið kjúklinginn vel og piprið. Setjið á tein eða skerið í butterfly. Smyrjið leginum á kjúklinginn reglulega á meðan hann er grillaður.

Það er líka

Deila.