Bambus í Borgartúni

Austurlenska veitingahúsið Bambus hefur verið starfrækt að Borgartúni 16 um nokkurt skeið en nýlega urðu þar eigendaskipti þegar hjónin Betty og David Wang tóku við rekstrinum.

Betty Wang er fædd í Kína,  lærði um asískan mat og drykk í háskóla í Singapore og útskrifaðist frá einum besta hótelstjórnunarskóla Asíu, SHATEC – Singpore Hotel and Tourism Education College.

„Ég flutti til Íslands fyrir sex árum eftir að ég kynntist kínverskum manni sem bjó og starfaði á Íslandi. Við elskum bæði asískan mat og frá því ég fyrst kom hingað hefur mig langað til að færa Íslendingum ferskan asískan mat og gefa þeim innsýn í asíska menningu.  Draumar mínir hafa loks ræst með opnum Bambus,“ segir Betty Wang.

Maturinn á Bambus er ekki einskorðaður við Kína heldur má á matseðlinum finna rétti sem eiga uppruna sinn að rekja viðs vegar til Asíu, auðvitað til Kína en einnig Japan, Indókína og Indlands.

Deila.