Þessi bláberjakaka er svokölluð mylsnukaka eða það sem Skandinavar myndu kalla „smulkaka“ sem segja má að sé á tveimur hæðum.
Deigið:
- 350 gr.hveiti
- 200 gr.sykur
- 2 tsk. rifinn sítrónubörkur
- 1 tsk lyftiduft
- 220 gr.smjör, kalt úr ísskápnum
- 1 egg
Maukið saman hveiti, sykri og sítrónuberki í matvinnsluvél. Skerið smjörið í teninga og bætið út í. Bætið síðan egginu út í og maukið þar til að deigið er orðið að góðu „mylsnudeigi“.
Fylling:
- 500 gr bláber
- 50 gr sykur
- 4 tsk kartöflumjöl
Blandið bláberjum,sykri og kartöflumjöli saman.
Stillið ofninn á 180 c.
Klæðið fat með smjörpappír (ég notaði fat sem var 23×33 cm) Takið helminginn af deiginu og dreifið um botninn á fatinu. Setjið síðan bláberjafyllinguna yfir og loks hinn helminginn af mylsnudeiginu
Bakið í 40 mínútur eða þar til að kakan er orðin gullinbrún.