Era er ítalskur framleiðandi sem að sérhæfir sig í framleiðslu á lífrænt ræktuðum vínum. Þetta hvítvín er framleitt úr Pinot Grigio-þrúgum ræktuðum í Veneto á norðurhluta Ítalíu.
Græn og gul epli, fersk og haustleg, apríkósur og ferskar kryddjurtir. Léttur ávöxtur í munni með ágætri sýru. Reynið með grillaðri bleikju.
1.899 krónur.