Sinnepskjúklingur með púrrulauk

Franska matargerðin ræður ferðinni í þessari uppskrift þar sem að við eldum kjúklingabringur í rjómasinnepssósu ásamt púrrulauk.

 • 3-4 kjúklingabringur
 • 1 púrrulaukur
 • 2 msk rósmarín, saxað
 • 4 hvítlauksgeirar, saxaðir
 • 2 dl rjómi
 • 2, 5 dl hvítvín
 • 1 væn msk Dijon-sinnep
 • 1 væn msk grófkorna Dijon-sinnep
 • 1-2 msk sinnepsduft
 • ólífuolía
 • smjör
 • salt og pipar

Byrjið á því að sneiða bringurnar í tvennt þannig að hver bringa myndi þunna sneið. Bankið þær aðeins til. Kryddið með salti, pipar, sinnepsdufti og rósmarín.

Saxið púrrulaukinn

Hitið um 1 msk olíu og 1 msk smjör á pönnu. Brúnið kjúklingsneiðarnar í 3-4 mínútur á hvorri hlið. Takið af pönnunni og geymið. Sejið saxaða hvítlaukinn og púrrulaukinn á pönnunna og mýkið í nokkrar mínútur. Hellið þá hvítvíninu út á sjóðið niður um ca helming. Bætið rjómanum út á ásamt sinnepinu og látið malla í nokkrar mínútur. Setjið þá kjúklinginn aftur á pönnuna og látið malla þar til að sósan fer að þykkna og kjúklingurinn er orðinn heitur í gegn.

Það er gott að bera réttinn fram með pasta, t.d. Tagliatelle. Einnig væri hægt að hafa nýjar, steiktar kartöflur með.

Hvort sem er rautt eða hvítt gengur með þessum rétti, við erum á því að góður Nýjaheims-Chardonnay sé málið, t.d. Montes Alpha Chardonnay.

Fleiri kjúklingauppskriftir má sjá með því að smella hér.

Deila.