Súkkulaðikaka „After Eight“

Þeir sem eru hrifnir af piparmyntubragðinu sem fylgir hinu klassíska breska „After Eight“ súkkulaði  (sem nú er raunar framleitt í Þýskalandi) ættu að elska þessa köku. Hún er nokkuð massív og ein kaka dugar því fyrir marga.

  • 200 grömm suðusúkkulaði
  • 200 grömm smjör
  • 3 egg
  • 2 1/2 dl sykur
  • 3 dl hveiti

Stillið ofnin á 175 gráður.

Bræðið saman smjör og súkkulaði  í skál í vatnsbaði. Þeytið egg og sykur vel saman og bætið síðan hveitinu saman við.  Bætið loks bráðnaða súkkulaðinu saman við.

Helllið þessu í form sem er cirka 24 cm að þvermáli  og bakið í  25-30 mín. Kakan á að vera nokkuð blaut.

Krem:

  • 25 grömm smjör
  • 1 dl rjómi
  • 20 stk  „After Eight“

Bræðið saman smjör, rjóma og After Eight á vægum hita. Smyrjið kreminu yfir kökuna. Skreytið með jarðarberjum.

Deila.