Ég hreifst af þessu salati þegar ég sá alla litina í því. Ef þið eigið ekki búlgur þá er hægt að nota kínóa eða kúskus í staðinn.
- 200 grömm búlgur
- 1 agúrka
- 1 gul paprika
- 1 rauð paprika
- 1 lúka saxaður kóriander
- 1 lúka söxuð mynta
- lúka af ljósum rúsínum (súltanínum)
- 2-3 dl ristaðar furuhnetur
- 1 granatepli (fræin)
Dressing:
- 1/2 sítróna, pressuð
- 1/2 dl ólífuolía
- 1 tsk cummin
- salt og pipar
Skerið niður allt grænmetið í svipað stora bita og setjið í skál ásamt búlgur og fínsöxuðum kryddjurtunum, furuhnetunum og rúsínunum. Blandið saman oliu, sítrónusafa og cummin. Bragðið til með pipar og salt.