Montes Alpha Cabernet Sauvignon 2010

Montes Alpha Cabernet var fyrsta hágæðavínið frá Montes og með þeim fyrstu frá Chile. Enn í dag er þetta einhver besti fulltrúinn í sínum verðflokki, unaðslegur Cabernet.

Í nefi dökkur sólberjaávöxtur, töluvert kryddaður og eikaður, eikin vel ristuð, þarna er áberandi mynta og mokkakaffi, púðursykur. Þykkur ávaxtahjúpur í munni, múk tannín, langt. Virkilega vel gert.

2.999 krónur. Frábær kaup.

Deila.