Vina Maipo Cabernet Sauvignon 2012

Einhvern veginn tekst Chile að dæla út miklu magni af vínum sem stundum virðast varla kosta neitt en eru samt alveg í viðunandi gæðum. Hér er að það rauðvín frá Vina Maipo úr þrúgunni Cabernet Sauvignon sem selt er á þriggja lítra kassa.

Mildur rauður berjaávöxtur, sólber, kirsuber, vottur af kryddi, ferskt með þægilegri sýru í munni.

5.199 krónur eða sem samsvarar rúmum 1.299  krónum per 75 cl. flösku.

Deila.