Þessi franski forréttur er jafneinfaldur og hann er góður. Geitaostur fæst víða, bæði í stórmörkuðum og ostabúðum. Best er að nota franskan geitaost sem er orðin svolítið þroskaður.
- geitaostur
- lúka af heilum heslihnetum
- 1 dl brauðmylsna
- 1 eggjagula
Byrjið á því að rista heslihneturnar í 200 gráðu heitum ofni í 10-12 mínútur. Leyfið þeim að kólna aðeins og nuddið skinnið af þeim ef þarf. Það er hægt að gera með því að setja hneturnar í viskustykki og nudda þeim saman.
Maukið heslihneturnar í matvinnsluvél. Blandið saman við brauðmylsnuna
Pískið eggjaguluna. Dýfið ostabitunum ofan í eggjagulunua og veltið síðan upp úr hnetublöndunni. Setjið smjörpappír á bökunarplötu og raðið ostabitunum á. Bakið í 200 gráðu heitum ofninum í um þrjár mínútur eða þar til að bitarnir fara að taka á sig gullinn lit. Passið vel upp á að osturinn fari ekki að bráðna og leka.
Takið ostabitana út úr ofninum og geymið.
Heslihnetuvinaigrette
- 1/2 msk heslihnetuolía (fæst t.d. í Lifandi markaði og Yggdrasil)
- 3 msk ólífuolía
- 1 msk hvítvínsedik
- sjávarsalt og nýmulinn hvítur pipar
Pískið saman með gaffli.
Þá er komið að því að útbúa diskana. Byrjið á því að blanda saman salatinu og heslihnetuvinaigrette. Setjið á diska og ostabita ofan á.
Berið fram með góðu hvítvíni, t.d. Sancerre t.d. Henri Bourgeois eða nýsjálenskum Sauvignon Blanc.