Súkkulaðipavlova með hindberjasósu

Hér er ljúffengt tilbrigði við Pavlovuna þar sem kakó og súkkulaði er blandað saman við marengsinn.

  • 5-6 eggjahvítur
  • 300 gr. sykur
  • 3 msk kakó
  • 1 tsk balsamikedik
  • 50 gr. dökkt súkkulaði (70 %), saxað smátt

Byrjið á því að hita  ofninn í 180 c.  Þeytið eggjahvíturnar þar til þær fara að mynda toppa. Bætið sykrinum smám saman út og þeytið áfram þangað til að það er komin silkimjúk áferð á eggjahvíturnar.

Blandið kakóinu, balsamikedikinu og súkkulaðinu varlega saman við. Breiðið úr marengsinum á bökunarpappír þannig að hann myndi um 23 cm. hring

Setjið marengsinn í ofninn og lækkið strax hitann í 150 c. Bakið í 1 klst og 15 mín.  Leyfið marengsinum að kólna í ofninum yfir nótt.

Hindberjasósa

  • 300 gr frosin hindber
  • 75 gr sykur
  • 1 dl vatn

Blandið öllu saman í pott og hitið þangað til allt er bráðið vel saman. Síið  sósuna í gegnum síu til að taka kornin frá.

Samsetning Pavlovunar

Byrjið á því að setja hindberjasósu á marengsins. Næst þeyttan rjóma blönduðum með smá vanillusykri. Skreytið með berjum og setjið meiri hindberjasósu yfir.

 

 

Deila.