Mumm Démi Sec

Kampavín eru flokkuð eftir því hversu sæt, eða kannski öllu heldur hversu þurr þau eru. Þau þurrustu eru Brut og Extra Brut en jafnvel Demi Sec kampavín eru langt frá því að vera dísæt. Hafa þó aðeins meiri sætu en Brut og því jafnvel hægt að nota með sýrumiklum eftirréttum ekki síður en sem fordrykk, t.d. ávaxtakökum og öðrum réttum þar sem ávextir eru fyrirferðarmiklir.

Þetta er klassískt Démi Sec frá kampavínshúsinu Mumm og var hér áður kallað Cordon Vert með grænum borða til aðgreiningar frá hinu þurrara Cordon Rouge.

Þetta er mjúkt, seyðandi og ljúft kampavín. Hefur góðan sítrusávöxt í nefi, ávöxturinn þroskaður, þurrkaður, míneralískt, með góða fyllingu og milda og þægilega sætu. Flott kampavín. Reynið með jarðarberjum og öllum eftirréttum með jarðarberjum eða öðrum berjum.

5.999 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.