Descombes Morgon 2012

Bestu vínin frá héraðinu Beaujolais koma frá tíu þorpum við Beaujolais-hæðirnar sem hafa sína eigin appelation-skilgreiningu eða „Cru“, það er vínin bera nafn þorpsins en ekki héraðsins. Morgon er næst stærsta Cru Beaujolais á eftir Brouilly. Líkt og önnur vín svæðisins eru þau framleidd úr þrúgunni Gamay og Morgon-vínin eru alla jafna talin vera einhver kröftugustu vín Beaujolais-héraðsins.

Þetta er virkilega vel gert Morgon frá vínhúsi Jean-Ernest Descombes, sem er hluti af stóveldinu George Duboeuf, í Beaujolais. Bjartur, djúpur og þægilegur ávöxtur, þroskuð rauð ber, jarðarber, og kirsuber í bland við angan af plómum og blómum, fjólum. Ávöxturinn er mjúkur, en hefur góða dýpt og lengd, mjög fínleg tannín. Vín fyrir unga osta og ljóst kjöt.

2.799 krónur. Góð kaup.

Deila.