Klassískar vatnsdeigsbollur

Vatnsdeigsbollurnar eru alltaf jafnvinsælar á bolludeginum. Þær er leikandi létt og fljótlegt að baka sjálfur. Hér er gamla, góða uppskriftin.

  • 125 g smjör
  • 2 dl vatn
  • 125 g hveiti
  • 3 egg

Hitið vatnið upp að suðu og bræðið smjörið í vatninu. Pískið hveitinu saman við þar til að það er orðið þykkt. Takið pottinn af hitanum og leyfið deiginu að kólna aðeins áður en eggin eru hrærð saman við, eitt í einu.

Setjið bökunarpappír á plötu. Notið skeið til að skipta deiginu í bollur og setjið á plötuna. Þessi uppskrift gerir um það bil 20 bollur eða rétt rúmlega það, allt eftir stærð.

Bakið í miðjum ofni við 180 gráður í um það bil  20-30 mínútur, allt eftir ofninum og því hvað bollurnar eru stórar.

Dýfið ofan í bráðið súkkulaði þegar þær eru tilbúnar.

En hvers vegna borðum við bollur á bolludaginn? Þið getið lesið um það hér. 

Deila.