Canepa Reserva Chardonnay 2013

Víngerðarmenn í Chile hafa einstakt lag á því a gera tæknilega vel útfærð og heillandi vín sem að kosta lítið miðað við hvað er í flöskunni.

Reserva Privada frá Canepa er brakandi ferskt og sumarlegt, sætur hitabeltisávöxtur í nefi, ananas, ástaraldin, lime í bland við örlítið ristaða eik og vanillu. Ferskt, sætur ávöxtur og mild sýra í munni. Ekta sumarvín.

1.999 krónur. Fábær kaup á því verði sem tryggir víninu fjórðu stjörnuna.

Deila.