Louis Jadot Bourgogne Rouge 2011

Louis Jadot er eitt af þekktustu “négociant”-húsunum í Búrgund og á ekrur á flestum helstu svæðum héraðsins.

Þetta er vel gerður Pinot Noir frá Jadot. Kirsuberja og plómuávöxtur í nefi, míneralískt og allt að því málmkennt, smá járn. Vel uppbyggt, mild tannín og sýra.

3.195 krónur. Góð kaup.

Deila.