Alandra Tinto 2013

Alandra Tinto er rauðvín frá portúgalska vínhúsinu Espora. Vínið, sem er blanda úr þregum portúgölskum þrúgum, Moreto, Castelao og Trincadeira, kemur frá víngerðarsvæðinu Alentejo.

Dökkur litur, ágætlega djúpur. Heitur og dökkur ávöxtur í nefi, sólber, plómur, sultað, mjúkt, krydd, örlítill lakkrís, létt í munni, mjúk tannín og fersk sýra. Fínt, ódýrt borðvín.

1.699 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.