Fjölmörg vínhús á vínsýningu Haugen

Sankölluð veisla fyrir vínáhugamenn verður fimmtudaginn næstkomandi. Fulltrúar frá tugum þekktra vínhúsa um allan heim koma hingað til lands á næstu dögum til að taka þátt í vínsýningu sem Haugen Gruppen á Íslandi heldur í salarkynnum Rúbin við Flugstöðvarveg. Sambærileg sýning var haldin á Hilton fyrir þremur árum og voru myndirnar teknar þá.

Á sýningunni verður hægt að ganga á milli bása, ræða við framleiðendur og smakka sig í gegnum þau fjölmörgu vín sem þeir hafa upp á að bjóða.

Þarna verða fulltrúar þekktra spænskra vínhúsa, til dæmis Oscar Urrutia frá Cune í Rioja á Spáni, Joan Cusine frá Pares Balta í Pénedes og fulltrúar frá Bodegas Roqueta í Katalóníu og Muga í Rioja.

Frakkar eiga sína fulltrúa í Willm í Alsace, Henri Bourgois í Sancerre, Laurent Miquel í Languedoc  og Chateau Fuissé í Búrgund. Við heimsóttum síðarnefnda vínhúsið í fyrra og má lesa um það hér.

Vínin frá Dievole í Toskana á Ítalíu verða einnig kynnt sem og fjarlægari héruð munu einnig kynna vín sín s.s. lífræna vínhúsið Bodegas Emiliana í Chile og Constellation í Ástralíu.

Þá verður sérstök kynning á hinum heimsþekktu japönsku viskýum frá Nikka.

Sýningin verður á Rúbín næstkomandi fimmtudag. Við erum með 30 miða sem að við ætlum að deila með lesendum okkar. Endilega deildu þessari grein ef þú hefur áhuga og smelltu á okkur pósti á vinotek@vinotek.is. Við þurfum að fá netfangið þitt til að geta látið vita af miðunum. Við munum svo tilkynna á þriðjudag hverjir það eru sem fá miða.

 

Deila.