Museum Vinea Crianza 2010

Cigales er tiltölulega óþekkt víngerðarsvæði á hásléttunni norð-vestur af Madrid, eiginlega rétt norður af öllu þekktara víngerðarsvæði, Ribera del Duero. Það bar lengi lítið á Gigales, þarna voru fyrst og fremst mjög litlir framleiðendur sem seldu vín sín í nágrenninu. Þetta breyttist fyrir nokkrum árum þegar vínhúsið Baron de Ley í Rioja komst að þeirri niðurstöðu að þarna væru kjöraðstæður til fjárfestinga utan Rioja. Það sem ekki síst réði þessu vali Baron de Ley var aldur vínviðsins á ekrunum. Alls hefur vínhúsið keypt þarna tæplega 200 hektara af ekrum, þar af er vínviðurinn eldri en sextíu ára! Finca Museum er nú langstærsti og nútímalegasti framleiðandi Cigales og vínin eru hrikalega flott.

Museum Vinea Crianza 2010 er rauðvín úr þrúgunni Tempranillo eða Tinto Fino eins og hún heitir á þessum slóðum. Liturinn dökkur, ávöxturinn í nefi sömuleiðis, sólber, dökk kirsuber og plómur, kryddað, dökkt súkkulaði. Þétt og tannískt í munni. mjög míneralískt, djúpt og langt. Afskaplega vel gert vín.

2.399 krónur. Frábær kaup á þessu verði.

Deila.