A Mano Primitivo 2012

A Mano Primitivo var eitt af fyrstu suður-ítölsku Púglía-vinunum sem komu í sölu á Íslandi og náði verulegum vinsældum. Það stendur enn alltaf fyrir sínu og það hafa fleiri ágætis vín bæst við frá þeim Marc og Elvi t.d. Apassito-vínið Imprint sem að við fjölluðum nýlega um.

Það er töluverð sól í þessu víni, ávöxturinn dökkur og heitur, angan af bláberjum og sólberjum, mild krydd, í munni koma kryddin vel í ljós, þarna eru líka tannín og þó nokkur sýra. Fínasta matarvín, t.d. með pastaréttum.

2.098 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.