Sætkartöflufranskar í hnetusmjöri

Það hefur verið ansi vinsælt að skipta venjulegum kartöflum út fyrir sætar kartöflur til að gera „franskar kartöflur“. Þær eru þá bakaðar en ekki djúpsteiktar sem að gerir þær extra hollar. Það má síðan taka þessar sætkartöflufrönskur skrefinu lengra og velta þeim upp úr hnetusmjöri áður en þær eru bakaðar. Og hvaða skyldi sú hugmynd koma nema frá Bandaríkjunum. Við mælum með að nota gróft eða „crunchy“ hnetusmjör.

  • 2 sætar kartöflur
  • 3 msk hnetusmjör
  • 1 msk ólífuolía
  • sjávarsalt

Flysjið sætu kartöflurnar og skerið þær niður í „franskar“. Það er ágætt að sneiða aðeins af endunum fyrst til að ná þeim kubbslegri.

Blandið saman hnetusmjöri og ólífuolíu í skál. Veltið frönskunum upp úr blöndunni.

Setjið bökunarpappír á plötu og raðið frönskunum á hana. Saltið.

sætkartöflufranskar

Eldið í ofni við 200 gráður í um 20 mínútur. Takið plötuna út, snúið frönskunum við og eldið á hinni hliðinni í um 20 mínútur til viðbótar.

Langar þig frekar í venjulegar franskar? Þá smellirðu hér til að lesa um hvernig maður gerir algjörlega fullkomnar franskar kartöflur. 

Deila.