Trivento Chardonnay Reserve 2014

Argentínska vínhúsið Trivento í Mendoza framleiðir mörg góð vín í mismunandi verðflokkum. Reserve er eins konar millilína sem ávallt skilar góðum hlutföllum verðs og gæða.

Þetta er suðrænt Chardonnay, hitabeltisávextir, ananas, ferskjur, svolítið smjörkennt, þétt og ágætlega þykkt í munni með fínum, þroskuðum ávexti. Með grilluðum laxi eða austurlenskum mat.

1.798 krónur. Mjög góð kaup.

Deila.