Montecillo Vina Cumbrero Crianza 2010

Vina Cumbrero er ein af línunum frá Montecillo sem aðallega hefur verið seld á spænska markaðnum en er nú komin hingað til lands. Þetta er vín sem liggur nær hinum gamla og klassíska stíl Rioja-vínanna. Eikin er áberandi og alltumlykjandi, án þess að vera yfirþyrmandi. Vínið hefur kryddað yfirbragð, kaffi, vanilla, dökkur berja- og plómuávöxtur. Mjúkt og þykkt, tannín slípuð en hefur gott sýrubit sem veitir því aukinn ferskleika.

1.899 krónur. Mjög góð kaup.

80%
  • 8
Deila.