Gerard Bertrand Réserve Special Syrah 2012

Gerard Bertrand er einhver besti og athyglisverðasti vínframleiðandi Suður-Frakklands. Vínin frá Bertrand spanna allt frá ótrúlegum einnar ekru-vínum yfir í Reserve-vín sem að endurspegla frábærlega einkenni einstakra þrúgna í Suður-Frakklandi.

Hér er það suður-franska þrúgan Syrah.  Dökkt, svart, þroskaður ávöxtur, nokkuð kryddaður, jörð, sólber, svartar ólífur. Langt og þétt, heitt, mjúk tannín. Flott með t.d. grilluðu lambi.

2.398 krónur. Frábær kaup.

Deila.